9.2.2007 | 10:06
Jónas, hann klikkar ekki !
Jónas og Guðmundur, háttsettir leyniþjónustu-agentar, eru sendir til Berlínar að myrða Hitler. Undirbúningurinn tekur marga mánuði, þeir setja saman skothelda áætlun, byggða á áreiðanlegum upplýsingum sem þeir hafa fengið um að Hitler fari alltaf á sama barinn á þriðjudögum klukkan 11:30.
Jónas og Guðmundur smygla sér inn í Þýskaland, fara huldu höfði í margar vikur og laumast að lokum til Berlínar. Á þriðjudegi eru þeir staddir við hornið á götunni, beint á móti barnum, tilbúnir að taka á móti og myrða Hitler, hvað sem það kostar.
Klukkan slær 11:30. Enginn Hitler.
Klukkan verður 11:35. Enn sést ekkert til foringjans.
Klukkan 11:45 snýr Jónas sér að Guðmundi og segir Vá, maður, ég vona að ekkert hafi komið fyrir hann!"
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning