SvR - Hausmynd

SvR

BORG hefur tilskilin leyfi.

Ég get ekki séð annað en Borg hafi öll þau leyfi sem til þarf til að reka steypuverksmiðju samkv. neðangreindu:

"Hjá Einingaverksmiðjunni BORG í Kópavogi starfa nú ríflega 90 manns við framleiðslu, sölu og dreifingu forsteyptra húseininga og steinsteypu. Skv. aðalskipulagi Kópavogsbæjar er talið að á uppfyllingu á nesinu geti skapast um 50 - 150 ný störf, þrátt fyrir það virðast yfirvöld tilbúin til að fórna 90 störfum sem þegar eru á svæðinu. "Fyrirtækið hefur látið til sín taka á markaði sem lengi hefur einkennst af fákeppni. Nú þurfum við auk þess að berjast við samkeppnisaðila okkar á steypumarkaðnum, BM Vallá og Mest, að berjast fyrir tilverurétti okkar við yfirvöld án þess að mæta nokkrum vilja til samvinnu." Segir Hermann Guðmundsson framkvæmdastjóri fyrirtækisins.

Talsmaður Kópavogsbæjar hefur fullyrt að starfsemin sé rekin í óleyfi þrátt fyrir að Heilbrigðisnefnd hafi gefið út starfsleyfi til fimm ára árið 2006. Leyfið gildi því til ársins 2011. Ágreiningur hefur hins vegar verið um umfang starfsleyfisins og er málið nú í stjórnvaldsmeðferð hjá úrskurðarnefnd. Auk deilna um starfsleyfi gaf Kópavogsbær BORG 20 daga frest í vetrarhörkunni í janúar til að fjarlægja nær allar birgðir fyrirtækisins af forsteyptum einingum af landi sem fyrirtækið hafði leigt af bænum. Hermann segir fyrirtækið eiga lóð í Hafnarfirði sem nýta á undir þessar einingar en að vetrarhörkur hafi ekki leyft nauðsynlegar jarðvegsframkvæmdir. "Við höfum nú þegar reynt að verða við óskum bæjarins og flutt nær allar okkar einingar af staðnum á tímabundin geymslusvæði. Við höfum átt gott samráð við hafnarvörð um málið." Ástæðan fyrir uppsögn leigusamnings er sögð sú að malbikunarframkvæmdir eiga nú að hefjast á svæðinu og svæðinu síðan lokað af sem alþjóðlegu tollasvæði frá 1. febrúar.

Íbúar í næsta nágrenni við starfsstöð fyrirtækisins hafa mótmælt starfseminni harkalega vegna mengunar og hávaða. Við athugun kemur hins vegar í ljós að húsnæði nágrannanna er skráð sem iðnaðarhúsnæði hjá Fasteignamati ríkisins. Þá má einnig taka fram að hafnarsvæðið á Kársnesi er skilgreint sem iðnaðar- og hafnarsvæði í aðalskipulagi Kópavogsbæjar. "Þeir sem kjósa að búa í iðnaðarhúsnæði á iðnaðarsvæði verða að sætta sig við ákveðið rask af þeim völdum."

Forsvarsmenn Borgar telja að verulega sé vegið að fyrirtækinu og telja það víst að umræðan í fjölmiðlum undanfarna daga og vikur hafi verið á þann veg að hún skaði orðspor fyrirtækisins alvarlega."

Svo er það spurning hvaða annarlegu hvatir liggja að baki þessu einelti sem Borg þarf að búa við af hendi Kópavogsbæjar. 

Þarf ekki að standa vörð um virka samkeppni ! 

 


mbl.is Borg ehf. hefur ekki tilskilin leyfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband